SAHARA
ACADEMY
Sahara Academy er skóli í stafrænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra að setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og Youtube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini.
Skólinn er sjö vikna nám undir handleiðslu skólastjóra og sérfræðinga Sahara. Í gegnum námið munu nemendur takast á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að gangast undir próf frá Meta og Google sem vottar þau sem sérfræðinga í faginu.
UMSAGNIR NEMENDA
„Ég skráði mig á námskeiðið Stafrænn markaðssérfræðingur hjá Sahara, því mig langaði að koma Græna deginum sem er í minningu sonar míns betur á framfæri, námskeiðið kenndi mér t.d. hvernig ég get notað kerfi samfélagsmiðla(meta) á skilvirkan hátt og gott betur en það því ég náði að meira en tvöfalda afköst Græna dagsins á milli ára”
„Námskeiðið hjá Sahara Academy reyndist ómetanlegt í mínu starfi innan ferðaþjónustunnar. Ég fékk djúpan og hagnýtan skilning á Meta og Google auglýsingum, sem ég gat strax nýtt mér í markaðssetningu fyrir Hótel Keflavík. Allt efnið var mjög praktískt, kennararnir fagmenn fram í fingurgóma, námskeiðið vel skipulagt og alltaf hægt að leita til þeirra með spurningar. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla sem vilja styrkja markaðsstarf sitt og sjá árangur strax."
„Ég mæli eindregið með Sahara skólanum. Kennararnir voru einstaklega hjálpsamir og sýndu mikla fagmennsku í öllum samskiptum. Þrátt fyrir að hafa áður unnið með auglýsingakerfin gaf námskeiðið mér talsvert dýpri skilning á því hvernig á að setja upp árangursríkar herferðir frá grunni. Ég stend eftir með meiri öryggi, betri yfirsýn yfir kerfin og aukinn áhuga á að kafa enn dýpra í heim stafrænnar markaðssetningar.“