Sahara Academy er skóli í stafrænni markaðssetningu sem kennir jöfnum höndum fræðilega þekkingu og verklega færni í faginu. Nemendur læra að setja upp herferðir og mæla árangur þeirra í auglýsingakerfum miðla eins og Facebook, Instagram, Google og Youtube, og glíma við raunveruleg verkefni fyrir alvöru viðskiptavini.
Skólinn er sjö vikna nám undir handleiðslu skólastjóra og sérfræðinga Sahara. Í gegnum námið munu nemendur takast á við fjölbreytt próf á vegum skólans auk þess að gangast undir próf frá Meta og Google sem vottar þau sem sérfræðinga í faginu.
Sahara Academy kennir dýrmæta þekkingu og færni sem er eftirsóknarverð á almennum vinnumarkaði, ekki síst hjá auglýsingastofum og markaðsdeildum fyrirtækja. Nemendur gangast undir próf frá Meta og Google sem veita alþjóðlega viðurkennda vottun í auglýsingakerfum miðlanna.
Skólinn er stofnaður af leiðandi sérfræðingum í faginu sem lifa, starfa og hrærast í síbreytilegu umhverfi stafrænnar markaðssetningar. Það tryggir að þú hefur nýjustu upplýsingar, dæmisögur úr starfi, hagnýt verkfæri og sniðmát, allt innan seilingar.
Hjá Sahara starfa meira en 20 sérfræðingar sem hafa sankað að sér gríðarmikilli þekkingu á undanförnum árum, þekkingu sem ekki er aðgengileg í neinni einni bók eða námi, vegna þess hversu hratt umhverfið breytist.
Á meðan á náminu stendur hefur þú aðgang að ráðgjöf og stuðningi sérfræðingateymis SAHARA sem hjálpar þér að byggja upp starfsferil á stafrænum vettvangi.
Námskeiðið er sjö vikur og fer kennslan fram tvo virka daga, þriðjudaga og fimmtudaga milli 17:00 og 21:00 kennslustofu Sahara Academy.
Þarfir einstaklinga eru mismunandi og bjóðum við því upp á fjarnám og blandað nám.
Miðvikudagar eru nýttir í verkefna- og hópavinnu. Hver skóladagur er tvískiptur þar sem helmingur er byggður á fyrirlestrum en hinn helmingurinn helgaður verklegu námi.
Kostnaður við samfélagsmiðla vottarnir*.
Aðgangur að sérfræðingum SAHARA.
Myndbandsupptökur af kennslustundum í
3 mánuði eftir að námskeiði lýkur.
Aðgangur að raunverulegum
verklegum gögnum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni.
*Fyrsta próf í Meta er greidd af Sahara. Ef nemandi stenst ekki vottun þá fellur kostnaður við næstu skráningu á nemanda.
INNIFALIÐ Í VERÐI:
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni.
*Fyrsta próf í Meta er greidd af Sahara. Ef nemandi stenst ekki vottun þá fellur kostnaður við næstu skráningu á nemanda.
Kynning á helstu kerfum, hugtökum, straumum og stefnum í stafrænni markaðsfræði. Fókus á fræðilegan hluta til að undirbúa nemendur til að læra á kerfin. Hvað er CTR, CPM, CR, Pixel, mismunandi tegundir auglýsinga, audiences o.s.frv. Helstu áskoranir ræddar og mögulegar afleiðingar þeirra. Uppsetning á kerfum og allt gert klárt.
Kynning á Facebook Business Manager og undirliggjandi kerfum.
Grunnhugtök og strategía rædd, bæði paid og organic.
Sérstök áhersla verður á Facebook Ads Manager og farið yfir helstu hugtök, tæki og tól sem tengjast, svo sem auglýsingaformat, placements o.s.frv.
Farið djúpt í kjölinn á Facebook Ads Manager og í uppsetningar á herferðum og skýrslugerð.
Áhersla á verklegt, t.d. með því að fylgja eftir sérfræðingum SAHARA á meðan þau vinna að raunverulegum verkefnum.
Farið djúpt í Google Search Ads, hvernig kerfið virkar, best practices þegar á að skrifa texta auglýsingar, hvernig á að setja upp herferðir, skýrslugerð, pixel og bidding algorithma..
Í lokin er próf þar sem nemendum býðst að taka Google Search vottun.
Farið yfir Display, helstu stefnur og strauma, hvernig á að setja upp herferðir. Ad formats, remarketing o.s.frv.
Í kjölfarið býðst nemendum að taka próf sem vottar þau sem vottuð í Google Display.
Farið yfir YouTube, helstu stefnur og strauma, hvernig á að setja upp herferðir. Ad formats, remarketing o.s.frv.
Í kjölfarið býðst nemendum að taka próf sem vottar þau sem vottuð á YouTube.
Lokaverkefni (hópverkefni) - setja upp full-funnel, cross-channel herferðir fyrir raunverulega kúnna. Verkefni líkur með kynningu þar sem þau fá endurgjöf frá sérfræðingum og fólki úr viðskiptalífinu.
Vikunni lýkur svo með útskriftaratfhöfn.
Við kynnum til leiks teymið sem mun leiða þig áfram næstu 7 vikurnar. 6 sérfræðingar á sviði stafrænnar markaðssetningar og efnissköpunar
Takk fyrir skráninguna. Skólastjórinn okkar mun vera í sambandi varðandi næstu skref.
Æhhh. Eitthvað klikkaði. Endilega prófaðu aftur.